GEITFJÁRSETRIÐ
Um okkur
Á Háafelli í Hvítársíðu hafa verið ræktaðar geitur síðan 1989. Hjónin Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson bjuggu fyrst með blandað bú til ársins 2005 þegar geitur voru orðnar meginbústofn bæjarins.
Áhersla hefur verið lögð á þróun og markaðssetningu geitfjárafurða og nýtingu alls hráefnis. Íslenski geitfjárstofninn hefur verið í útrýmingarhættu í mörg ár og þarfnast verndunar og viðhalds en í ræktun hefur áherslan verið á að minnka skyldleika og halda í fjölbreytni. Hollusta og gæði geitfjárafurða er mikil og áhugi almennings aukist mikið. Árið 2012 var Geitfjársetur opnað en tekið er á móti gestum sem vilja komast í návígi við geitur, læra um þær og kynnast afurðum þeirra.
GEITFJÁRSETRIÐ
Heimsókn
Við viljum endilega hvetja ykkur til að koma í heimsókn og kynnast því af eigin raun hvað geitur eru skemmtilegar skepnur. Það er fátt betra en geitaknús!
Á Háafelli er líka lítil verslun þar sem alltaf er heitt á könnunni og seldar eru hinar ýmsu geitaafurðir og geitavörur.
Október - opið miðvikudaga- sunnudaga 11-15
Heimsóknir á öðrum tímum fer eftir samkomulagi.
Hafið samband til að fá verð fyrir hópa.
Börn verða alltaf að vera í umsjá fullorðinna!
Opnunartímar
Verðskrá
Fullorðnir: 1800 kr.
Börn 7-17 ára: 950 kr.
1. júní - 31. ágúst
kl. 11 - 18 alla dag